G-bletturinn er mjög umdeildur í rannsóknum, alls ekki allt fólk með píku fær fullnægingu einungis við örvun við leggöng og flest þurfa beina örvun á snípnum. Snípurinn liggur þó yfir og í kringum leggöngin og er G-bletturinn talinn vera partur af snípnum. Leggangafullnægingar geta því vel verið fullnæging frá snípnum, þó örvunin sé ekki beint á snípinn utan frá.