Lifi píkan!
Lufsa
Pjalla
Láfa
Dúlla
Kjallari
Það er ótrúlegt hversu mörg nöfn hafa verið notuð til að komast hjá því að kalla píkuna hennar rétta nafni.
Klof
Klobbi
Tussa
Pjása
Sköp
Budda
Kunta
Drusla
Skeið
Pussa
Rjáfur
Mjása
Skonsa
Rotta
Físa
Libresse er þekkt fyrir að tala um hlutina eins og þeir eru.
Brúskur
Pulla
Skuð
Blúnda
Pæja
Skrudda
Rifa
Kussa
Múffa
Skaut
Libresse var fyrst til að sýna rautt blóð í dömubindaauglýsingu.
Libresse var fyrst til að tala um túrverki, ófrjósemi, breytingaskeið og allt sem fylgir því að vera með leg og píku.
Píka er ekki blótsyrði heldur fallegt orð yfir fallegt líffæri sem helmingur mannfólks hefur.
Það eru ekki bara konur sem eru með píkur
Kynfærin segja ekki til um kynvitund eða kyngervi okkar! Mörg þeirra sem eru með píku og leggöng eru kynsegin og karlkyns fólk.
G-bletturinn, er hann til?
G-bletturinn er mjög umdeildur í rannsóknum, alls ekki allt fólk með píku fær fullnægingu einungis við örvun við leggöng og flest þurfa beina örvun á snípnum. Snípurinn liggur þó yfir og í kringum leggöngin og er G-bletturinn talinn vera partur af snípnum. Leggangafullnægingar geta því vel verið fullnæging frá snípnum, þó örvunin sé ekki beint á snípinn utan frá.
Gleðigjafinn snípurinn
Snípurinn er safn taugaenda sem við héldum lengi að væri aðeins á stærð við baun. Í dag vitum við þó að snípurinn er um 10 cm og liggur að mestu leyti undir yfirborðinu. Nýjustu rannsóknir á snípnum sýna að þar eru rúmlega 10.000 taugaendar! Eina hlutverk snípsins er kynferðisleg ánægja og ættum við að njóta hans.
Hvað með píkulyktina?
Í píkunni eru mikilvægar bakteríur sem vinna stöðugt að því að halda pH-gildi píkunnar heilbrigðu og í jafnvægi. Þessar bakteríur, eins og aðrar, gefa frá sér lykt. Þannig að ef þú finnur örlitla súra lykt af píkunni er það fullkomlega eðlilegt og óþarfi að reyna að þrífa hana burt með sápu eða öðrum ilmefnum. Píkan er sjálfhreinsandi og sápur og ilmefni geta leitt til sýkingar.
Ertu með túrverki?
Veittu þér fullnægingu! Við fullnægingu örvar þú losun hormónanna oxytósín, dópamín og serótónín. Þau eru náttúruleg verkjastillandi efni sem geta dregið úr túrverkjum. Svo sakar ekki vöðvaslökunin sem verður við fullnægingu.
Það týnist ekkert í píkunni
Panikkið þegar þú fattar í miðju kynlífi að þú ert með túrtappa! Ekki örvænta, tappinn kemst ekki langt. Leghálsinn opnast aðeins oggupons þegar þú ert á túr og með egglos, en ekki þannig að eitthvað fari inn í legið. Einu skiptin sem hann opnast mun meira er á meðan þú fæðir barn. Því munu túrtappar eða aðrir aðskotahlutir alltaf liggja einhverstaðar í leggöngunum en ekki týnast þar. Ef þú nærð tappanum ekki skaltu leita til læknis.
Við erum svansvottuð
Sjálfbærni er mikið notað orð þessa dagana en þetta er ekki bara tískuorð, sjálfbærni er
lykillinn að því að jörðin lifi af! Þess vegna einbeitir Libresse sér að því að framleiða vörur í sátt og samlyndi við móður jörð og er stolt af því að hafa hlotið Svansvottun.
Blæðingar og kynþroski
Blæðingar fylgja kynþroska og getur verið mismunandi hvenær hann hefst. Algengast er að kynþroski hefjist um 11–14 ára aldur en getur þó gerst allt frá 9 ára og upp í 16 ára. Enginn aldur er réttur aldur, þetta fer allt eftir því hvenær þinn líkami ákveður að fara af stað.
Eðlilegir og óeðlilegir túrverkir
Legið er vöðvi og þegar fólk fer á túr krampar þessi vöðvi til að koma blóðinu út. Það er þess vegna sem við fáum túrverki. Eðlilegir túrverkir lýsa sér sem óþægindi og verkir en ekki mikill sársauki. Ef þú getur ekki staðið upp vegna verkja, verkjalyf virka ekki, þú ælir eða ef það líður yfir þig af verkjum þá skalt þú leita læknisaðstoðar.
Sækir þú í óhollan mat þegar þú ert á blæðingum?
Ef þú þekkir tíðahringinn þinn getur þú fylgst með því hvenær líkaminn kallar á ákveðinn mat.
Er svefninn mismunandi eftir því hvar í tíðahringnum þú ert?
Ef þú þekkir tíðahringinn þinn getur þú fylgst með því hvenær þú sefur best.
Stundar þú líkamsrækt á blæðingum?
Ef þú þekkir tíðahringinn þinn getur þú aðlagað hreyfingu og æfingar að honum.
Með þínu samþykki munum við safna vefkökum sem hjálpa okkur í markaðsvinnu okkar.
Fáum við þitt leyfi til að safna nokkrum kökubitum?